Tveir heimsborgarar.
Petra Němcová og nýr GLC. 

Petru Němcová líður eins og heima hjá sér í stórborgum heimsins, hvort sem það er í Barcelona, Los Angeles, Mílanó eða Prag. Hún hefur ferðast um víða veröld sem ofurfyrirsæta alveg frá unglingsárunum. Hún hefur drukkið í sig nýja menningarstrauma og heillandi andrúmsloft borganna. Engu að síður hefur leið hennar einnig legið um grýttari slóða í starfi hennar fyrir "Happy Hearts Fund" góðgerðasamtökin, sem byggja skóla á hamfarasvæðum.

Petra, sem er fædd í Tékklandi, reiðir sig þess vegna á hreinræktaðan og fjölhæfan jeppa, nýjan GLC. Hann býr yfir fjölhæfni í notkun og snerpu og er þess vegna kjörinn farkostur í borgunum. Hann er líka sterkbyggður og þolir því mjög vel alla áraun við akstur í erfiðum aðstæðum. GLC er sannarlega fjölhæfur bíll.

"Sterkir persónuleikar búa yfir mætti til að skilgreina sjálfa sig.”
Að sameina andstæður á aðlaðandi hátt.

Ef lýsa ætti perónuleika Petru Němcová með einu orði kæmi orðið margþættur upp. Hún er ofurfyrirsæta og stýrir um leið góðgerðasamtökum.

Hún heillast jafnt af einverunni í sveitinni og borgarglaumnum. Þessar andstæður fara vel í hana og hún lætur ekkert stöðva sig – frekar en nýr GLC.

Use of Cookies

We use cookies to optimise the design of our websites. By continuing your visit on the website, you consent to the use of cookies.

Further details can be found in 'Cookies'