Tilbúinn til að taka forystu.
Lewis Hamilton á nýjum GLE Coupé.

Það sem skiptir Formula 1 ökuþórinn Lewis Hamilton öllu máli á keppnisbrautum víðsvegar um heiminn er að vera fremstur. Það er þó ekki að undra að hann sé einnig í forystu utan keppnisbrautanna. Ástæðan er sú að hann er á nýjum Mercedes-Benz GLE Coupé. Bíll sem fangar strax athyglina með nærveru sportjeppans og yfirbragði Coupé.

Og það þyrmir yfir mönnum þegar þeir finna allt aflið og snerpuna. Nýr GLE Coupé er Með DYNAMIC SELECT og allt að fimm akstursstillingum. Hann er því fullkomlega útbúinn til að takast á við margvíslegar áskoranir og uppfyllir ennfremur ríkar væntingar ökumannsins.

"Sjálfsöryggið verður til með því að þekkja hæfileika sína til fullnustu."
Sýn fram á veginn.

Jafnvel eftir 20 ára keppnisferil finnst Lewis Hamilton enn ekkert jafn spennandi og hin endalausa áskorun. Markmiðið er ávallt eitt og hið sama: Að stinga alla aðra af og standa uppi sem sigurvegari.

Þess vegna er nýr GLE Coupé fullkomið ökutæki fyrir sportlega þenkjandi íþróttamenn eins og Lewis Hamilton. Það uppfyllir ítrustu kröfur hvað varðar afkastagetu og sérhæfni. Bíll skapaður til sóknar, jafnt á vegum og torfærum slóðum.

Use of Cookies

We use cookies to optimise the design of our websites. By continuing your visit on the website, you consent to the use of cookies.

Further details can be found in 'Cookies'